Lærðu að nýta betur kraft gervigreindarinnar og skráðu þig á Microsoft AI Skills Fest í boði LLPA
NTV – Promennt kynnir úrval af fríum alþjóðlegum vefnámskeiðum um gervigreind á vegum Microsoft og LLPA dagana 8. – 15. apríl.
Námskeiðin eru stíluð inn á mismunandi hópa svo sem stjórnendur, sérfræðinga og svo alla áhugasama um notkun gervigreindar í lífi og starfi.
Hægt er að velja um námskeið á mismunandi tungumálum en flest þeirra eru á ensku.
Hér finnur þú úrvalið: https://thellpa.com/aiskillsfest/

NTV Promennt er partner í LLPA (Leading Learner Partner Association) sem er með samstarfsaðila í 55 löndum.